BBQ-kryddaðar lambagrillsneiðar með BBQ-sósu
Girnileg uppskrift úr uppskiftasafni Úlfars Finnbjörnssonar sem hæfir þessu frábæra hráefni og hentar vel við ýmis tækifæri sem birtist í 9. tbl. Gestgjafans 2008.
- 4
Hráefni
1,2 kg lambagrillsneiðar
3 msk. olía
1-1 1/2 msk. BBQ-krydd
BBQ-sósa
Leiðbeiningar
1
Penslið lambasneiðar með olíu og kryddið með BBQ-kryddi.
Grillið á meðalheitu grilli í 10 mín.
Snúið kjötinu reglulega og penslið kjötið með BBQsósu og grillið í 2 mín. á hvorri hlið.
Berið kjötið fram með BBQ-sósu og t.d. bökuðum kartöflum og grilluðu grænmeti.