Basilíkusósa

Góð með ofnsteiktu lambi.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 dl hvítvín (má sleppa)
 4 dl vatn
 1 msk. lambakraftur
 ½ búnt basilíka, smátt söxuð
 sósujafnari
 40 g kalt smjör í teningum
 salt og ny´malaður pipar

Leiðbeiningar

1

Hellið hvítvíni og vatni í ofnskúffuna með lambinu þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum og bakið lambið áfram í 5 mín.

Hellið soðinu í pott ásamt lambakrafti og basilíku og þykkið með sósujafnara.

Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við.

Hrærið í þar til smjörið er bráðnað og smakkið til með salti og pipar.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​