Basil- og hunangshjúpuð lambakóróna með kumminbættum augnbaunum og basilpestói

Okkar frábæra lambakjöt hentar við ýmis tækifæri og er sannarlega kjörið hráefni í veislumat.  Hér er uppskrift að girnilegum rétti sem sómar sér vel í hvaða veislu sem er.  Höfundur.  Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari.
Uppskriftin birtist í Gestgjafanum 3. tbl. 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 600 g lambahryggur með rifjum, fitulaus
 2 msk. hunang
 2 msk. basil, smátt saxað
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1/3 tsk. salt
 1/2 tsk. svartur nýmalaður pipar
 2 dl rasp
 2 msk. steinselja, smátt söxuð

Leiðbeiningar

1

Hitið ofninn í 190°C.
Blandið saman hunangi, basil, hvítlauk, salti og pipar og penslið blöndunni á hrygginn.
Blandið saman raspi og steinselju og veltið hryggnum upp úr blöndunni.
Setjið kjötið í ofninn í 4 mín. Takið það þá úr ofninum og látið standa áborðinu í 4 mín.
Setjið kjötið aftur í ofninn í 4 mín.
Endurtakið þannig að kjötið verði allt í allt 12 mín. í ofninum.

Berið fram með augnbaununum, basilpestói og grænmeti.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​