Balsamkartöflur

Balsamkartöflur
table with empty plate, a knife and fork onto a napkin and a small bowl with salt in it

Hráefni

 1,5 kg kartöflur, meðalstórar
 6 msk. ólífuolía
 6 msk. balsamedik
 1/2 laukur, saxaður smátt
 1 msk. ferskt rósmarín, saxað, eða 1 tsk. þurrkað
 1 msk. ferskt tímían, saxað, eða 1 tsk. þurrkað
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Ofninn hitaður í 200°C Kartöflurnar þvegnar vel og þerraðar. Skornar í 6-8 báta hver, eftir stærð. Ólífuolía, balsamedik, lauk, rósmarín, tímían, pipar og salt sett í stóra skál og hrært vel saman. Kartöflubátarnir settir út í og velt vel upp úr blöndunni. Kartöflunum dreift í stórt, eldfast fat, kryddleginum hellt yfir og þær bakaðar í um 45 mínútur, eða þar til þær eru vel meyrar og hafa tekið góðan lit.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​