Bakaðir lambaskankar með rósmaríni, hvítvíni, hvítlauk og kúskús

Hérna er ein frábær uppskrift úr haustblaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambaskankarsalt og nýmalaður pipar
 2 laukar, skrældir og skornir í báta
 1 heill hvítlaukur
 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3-4 rósmaríngreinar eða 1 msk
 þurrkað rósmarín
 3 ½ dl hvítvín eða mysa
 3 dl vatn
 3 dl kúskús

Leiðbeiningar

1

Kryddið skanka með salti og pipar og setjið í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt laukbátum.

Færið í 190°C heitan ofn í 10 mín eða þar til skankarnir og laukurinn hafa tekið fallegan brúnan lit.

Bætið þá heilum hvítlauk, söxuðum hvítlauksgeirum, rósmaríni og hvítvíni eða mysu í mótið og lækkið hitann í 150°C. Bakið í 1 ½-2 klst.

Takið þá mótið úr ofninum og bætið vatni og kúskús í mótið.

Hyljið með álpappír og látið standa í 10 mín.

Hrærið aðeins upp í kúskúsinu og berið fram með salati og brauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift