Bakaðir lambaskankar með rósmaríni, hvítvíni, hvítlauk og kúskús

Hérna er ein frábær uppskrift úr haustblaði Gestgjafans 2011.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambaskankarsalt og nýmalaður pipar
 2 laukar, skrældir og skornir í báta
 1 heill hvítlaukur
 3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3-4 rósmaríngreinar eða 1 msk
 þurrkað rósmarín
 3 ½ dl hvítvín eða mysa
 3 dl vatn
 3 dl kúskús

Leiðbeiningar

1

Kryddið skanka með salti og pipar og setjið í eldfast mót eða ofnskúffu ásamt laukbátum.

Færið í 190°C heitan ofn í 10 mín eða þar til skankarnir og laukurinn hafa tekið fallegan brúnan lit.

Bætið þá heilum hvítlauk, söxuðum hvítlauksgeirum, rósmaríni og hvítvíni eða mysu í mótið og lækkið hitann í 150°C. Bakið í 1 ½-2 klst.

Takið þá mótið úr ofninum og bætið vatni og kúskús í mótið.

Hyljið með álpappír og látið standa í 10 mín.

Hrærið aðeins upp í kúskúsinu og berið fram með salati og brauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​