Bakað lambalæri með graskeri, rósakáli og kryddjurtum

Bakað lambalæri með graskeri, rósakáli og kryddjurtum
Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambalæri, helst án lykilbeins
 1 msk. olía
 salt og nýmalaður pipar
 1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 1 tsk. tímían
 Penslið lambalæri með olíu og kryddið með salti, pipar, hvítlauk og tímíani.
 Grasker, rósakál og kryddjurtir
 ½ dl olía
 400 g grasker, skrælt og steinhreinsað og skorið í 1 cm þykkar sneiðar
 10 tímíangreinar eða 2 tsk. þurrkað tímían
 5 rósmaríngreinar eða 2 tsk. þurrkað rósmarín
 10 salvíublöð eða 1 tsk. þurrkuð salvía
 10 hvítlauksgeirar óskrældir
 salt og nýmalaður pipar
 20 rósakálshöfuð, soðin í saltvatni í 3 mín. og síðan snöggkæld í köldu vatni
 Setjið olíu í skál ásamt graskeri, tímíani, rósmaríni, salvíu, hvítlauk, salti og pipar, blandið vel saman og setjið í ofnskúffu.
 Leggið lambalærið ofan á og bakið í 180°C heitum ofni í 60-80 mín.
 Bætið rósakáli í ofnskúffuna og bakið í 10 mín. til viðbótar.
 Berið fram með t.d. steiktum kartöflum og bérnaise-sósu.
 Bérnaise-sósa
 4 eggjarauður
 400 g bráðið smjör
 1-2 msk. bérnaise-essens
 1 msk. fáfnisgras (esdragon)
 1 tsk. kjötkraftur
 ½ tsk. worcestershire-sósa
 salt og nýmalaður pipar
 Setjið eggjarauður í skál og þeytið yfir heitu vatnsbaði þar til þær eru orðnar léttar og ljósar.
 Hellið smjöri saman við í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan.
 Smakkið til með bérnaise-essens, fáfnisgrasi, kjötkrafti, worcestershire-sósu og salti og pipar.

Leiðbeiningar

1
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​