Bakað lambalæri með graskeri, rósakáli og kryddjurtum
Bakað lambalæri með graskeri, rósakáli og kryddjurtum
- 6

Hráefni
1 lambalæri, helst án lykilbeins
1 msk. olía
salt og nýmalaður pipar
1-2 hvítlauksgeirar, pressaðir
1 tsk. tímían
Penslið lambalæri með olíu og kryddið með salti, pipar, hvítlauk og tímíani.
Grasker, rósakál og kryddjurtir
½ dl olía
400 g grasker, skrælt og steinhreinsað og skorið í 1 cm þykkar sneiðar
10 tímíangreinar eða 2 tsk. þurrkað tímían
5 rósmaríngreinar eða 2 tsk. þurrkað rósmarín
10 salvíublöð eða 1 tsk. þurrkuð salvía
10 hvítlauksgeirar óskrældir
salt og nýmalaður pipar
20 rósakálshöfuð, soðin í saltvatni í 3 mín. og síðan snöggkæld í köldu vatni
Setjið olíu í skál ásamt graskeri, tímíani, rósmaríni, salvíu, hvítlauk, salti og pipar, blandið vel saman og setjið í ofnskúffu.
Leggið lambalærið ofan á og bakið í 180°C heitum ofni í 60-80 mín.
Bætið rósakáli í ofnskúffuna og bakið í 10 mín. til viðbótar.
Berið fram með t.d. steiktum kartöflum og bérnaise-sósu.
Bérnaise-sósa
4 eggjarauður
400 g bráðið smjör
1-2 msk. bérnaise-essens
1 msk. fáfnisgras (esdragon)
1 tsk. kjötkraftur
½ tsk. worcestershire-sósa
salt og nýmalaður pipar
Setjið eggjarauður í skál og þeytið yfir heitu vatnsbaði þar til þær eru orðnar léttar og ljósar.
Hellið smjöri saman við í mjórri bunu og þeytið vel í á meðan.
Smakkið til með bérnaise-essens, fáfnisgrasi, kjötkrafti, worcestershire-sósu og salti og pipar.
Leiðbeiningar
1
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson