Ávaxtakryddlögur

Exótískur kryddlögur, ættaður frá Karíbahafseyjum, sem hentar vel á lambakjöt, t.d. lærvöðva, en einnig á kótelettur og lærissneiðar, svo og á kebab.

Pottur og diskur

Hráefni

 200 ml ananassafi
 100 ml eplasafi
 2 msk límónusafi
 0.5 tsk kanell
 0.5 tsk allrahanda
 negull á hnífsoddi
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Allt hrært saman í skál.

Deila uppskrift