Austurlenskur kryddlögur

Einfaldur kryddlögur á lambakjöt sem á að grilla, ættaður frá Suðaustur-Asíu. Þessi lögur er nokkuð súr og bragðmikill en þar sem engin sæt hráefni eða viðbættur sykur er í honum eru litlar líkur til að kjötið brenni.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 límónur (lime)
 6 hvítlauksgeirar
 1 msk rifinn engifer
 5 msk olía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr límónunum og hvítlauksgeirarnir saxaðir smátt. Allt hrært vel saman og kjötið látið liggja í leginum á meðan grillið er hitað, eða í allt að 2 klst.

Deila uppskrift