Austurlenskur kryddlögur

Einfaldur kryddlögur á lambakjöt sem á að grilla, ættaður frá Suðaustur-Asíu. Þessi lögur er nokkuð súr og bragðmikill en þar sem engin sæt hráefni eða viðbættur sykur er í honum eru litlar líkur til að kjötið brenni.

Pottur og diskur

Hráefni

 4 límónur (lime)
 6 hvítlauksgeirar
 1 msk rifinn engifer
 5 msk olía
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Safinn kreistur úr límónunum og hvítlauksgeirarnir saxaðir smátt. Allt hrært vel saman og kjötið látið liggja í leginum á meðan grillið er hitað, eða í allt að 2 klst.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​