Augnbaunir

Augnbaunir
Pottur og diskur

Hráefni

 2 msk. olía
 1 skalotlaukur, smátt saxaður
 2 tsk. kummin
 5 dl soðnar augnbaunir
 2 msk. ljóst balsamedik
 1 msk. hunang
 salt
 nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

1

Hitið olíu á pönnu og látið skalotlaukinn krauma í 1 mín. Bætið þá kummini, augnbaunum, balsamediki, hunangi, salti og pipar á pönnuna og látið krauma í 3 mín. við lágan hita.

Deila uppskrift