Asíulamb með belgbaunum, papriku, chilli og Wasabi seasamfræ

Asíulamb með belgbaunum, papriku, chilli og Wasabi seasamfræ
Pottur og diskur

Hráefni

 2-4 lambaskankar (fer eftir stærð)
 má einnig notast við súpukjöt
 2 msk pressuð hvítlauksrif
 2 msk fíntsöxuð engiferrót
 1 stk lime
 3 stk paprika
 1 box Belgbaunir
 4 stk chilli ferskur
 4 msk hnetusmjör
 2 msk sesamolía
 1 dl sojasósa
 150 gr cashewhnetur
 hrísgrjón
 Wasabi sesamfræ dökk og ljós

Leiðbeiningar

1

Blandið engifer, chilli, hvítlauk, lime safa og rifnum berki,hnetu-smjöri, sojasósu og sesamolíu saman í skál.

2

Britjið eða skerið kjötið saman við og látið marinerast yfir nóttueða sólarhring mest.

3

Takið kjötið úr marineringunni og snöggsteikið á pönnu, helliðsvo afgangnum af marineringunni yfir kjötið og bætið við smávatni svo rétt flóti yfir kjötið. Eldið við vægan hita í 2 klst.

4

Skerið papriku og baunir niður í hæfilegastóra bita og snöggsteikið upp úr olíu (hnetuolíu ef hægt er)

5

Bætið svo hnetunum saman við. Steikið saman í 2-3 mín.

6

Blandið svo öllu saman og berið fram með hrísgrjónum.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​