Asískar núðlur með lambi

five spice, sesam, pak choi og spergilkáli
asískar núðlur með lambahakki

Hráefni

 300 gr lambahakk
 150-200 gr eggjanúðlur
 2 msk sesam olía
 1 tsk five spice kryddblanda
 2 msk sesamfræ
 1 tsk chili flögur
 2 msk soya sósa
 3 hvítlauksgeirar, saxaðir
 ½ spergilkál, skorið í hnappa
 100 gr Pak choi (eða spínat)
 4 vorlaukar, hvíti hlutinn sneiddur

Leiðbeiningar

1

Hitið víða pönnu og helming sesamolíunnar.

2

Steikið hakkið á háum hita í 5 mínútur, hrærið reglulega í á meðan.

3

Hrærið five spice, chili flögum, soyasósu og sesam fræjum saman við, lækkið hitann og eldið í 1 mín til viðbótar. Takið af pönnunni og geymið í skál til hliðar, pannan fer beint á helluna aftur á meðalhita.

4

Hitið afganginn af sesamolíunni og svissið í u.þ.b 2 mínútur hvítlauk, spergilkál, pak choi og megnið af vorlauknum.

5

Eldið núðlurnar samtímis samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, sigtið og bætið á pönnuna ásamt hakkblöndunni, hitið og blandið vel, stráið vorlauk yfir og berið fram asískar lambanúðlur.

Deila uppskrift

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​