Armensk lifur með papriku og tómötum
Þessi lifrarréttur, sem ættaður er frá Armeníu, er mjög einfaldur en góður. Lifur og grænmeti er skorið í bita, sett í ofnskúffu, kryddað og bakað stutta stund.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Hitið grillið í ofninum. Hreinsið lifrina og skerið hana í teninga, um 3 sm á kant.
Fræhreinsið paprikuna og skerið hana í ræmur.
Skerið tómatana í báta. Blandið öllu saman á álpappírsklæddri bökunarplötu eða í ofnskúffu og kryddið með pipar og salti. Saxið hvítlaukinn smátt og setjið í pott ásamt smjöri, myntu og safanum úr sítrónunni. Hitið þar til smjörið er bráðið.
Hellið því þá yfir lifrar- og grænmetisblönduna og hrærið. Setjið í ofninn, nálægt grillristinni, og grillið í um 10 mínútur, eða þar til lifrin er rétt steikt í gegn og grænmetið farið að brúnast.
Hrærið í öðru hverju. Berið fram t.d. með krydduðum hrísgrjónum eða bulgurkorni.