Amerísk grillsósa

Þessi ameríska grill- eða barbecue-sósa er mjög góð á kótelettur og lærissneiðar. Hana má nota bæði til að pensla lambakjötið á meðan það grillast og bera hana fram með. Einnig má láta kjötið marínerast í henni en þá er best að skafa sem mest af sósunni af kjötinu áður en það er sett á grillið og pensla svo aftur með henni skömmu áður en það er tekið af til að minni hætta sé á að það brenni.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 laukur
 2-3 hvítlauksgeirar
 2 msk olía
 350 ml tómatsósa
 4 msk eplaedik (cider vinegar)
 2 msk worcestersósa
 4 msk púðursykur
 0.5 tsk chilipipar, eða eftir smekk
 nýmalaður pipar
 salt

Leiðbeiningar

1

Laukurinn saxaður smátt og hvítlaukurinn pressaður. Látið krauma í olíunni í nokkrar mínútur án þess að brúnast. Þá er öllu hinu hrært saman við og sósan látin malla í 15-20 mínútur við hægan hita.

Deila uppskrift