10 mínútna lamba tacos „pulled lamb“

Með forelduðu lambakjöti frá Pure Arctic
Pulled lamb taco

Hráefni

Rauðkálshrásalat
 150 g majónes
  50 g jógúrt
 2 tsk. sítrónusafi
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
 1 gulrót, afhýdd og rifinn niður
  1 msk. steinselja
Lamba taco með Pure Arctic "pulled lamb"
 350 g Pulled lamb frá Pure Arctic
 8-12 litlar tortillakökur
 1 uppskrift rauðkálshrásalat
  1/2 búnt kóriander, saxað
 1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
 1 límóna, skorin í báta

Leiðbeiningar

Tilbúið foreldað lambakjöt "pulled lamb" frá Pure Arctic
1

Finnið foreldað „pulled lamb“ í verslun en þessi nýjung hentar fólki sem þarf snöggeldaða, bragðgóða og næringarríka rétti. Pure Arctic selur rifið lambakjöt úr bógi „pulled lamb“ í BBQ sósu. Þarf bara að hita í örfáar mínútur. Passar í taco, samlokuna á pizzur og margt fleira.

Rauðkálshrásalat
2

Setjið majónes, jógúrt, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel. Setjið rauðkál, gulrót og steinselju í skál og blandið saman. Hrærið sósunni saman við og smakkið til með salti og pipar.

Lamba tacos með "pulled lamb"
3

Hitið „pulled lamb“ samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Steikið tortillakökurnar á þurri pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið. Setjið rauðkálshrásalat, lambakjöt, rauðlauk og saxað kóriander á tortillakökurnar, kreistið límónusafa yfir og berið fram.

Deila uppskrift