10 mínútna lamba tacos „pulled lamb“

Með forelduðu lambakjöti frá Pure Arctic
Pulled lamb taco

Hráefni

Rauðkálshrásalat
 150 g majónes
  50 g jógúrt
 2 tsk. sítrónusafi
 1 tsk. sítrónubörkur, rifinn fínt
 1 hvítlauksgeiri, saxaður smátt
  200 g rauðkál, kjarnhreinsað og skorið mjög þunnt
 1 gulrót, afhýdd og rifinn niður
  1 msk. steinselja
Lamba taco með Pure Arctic "pulled lamb"
 350 g Pulled lamb frá Pure Arctic
 8-12 litlar tortillakökur
 1 uppskrift rauðkálshrásalat
  1/2 búnt kóriander, saxað
 1/2 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
 1 límóna, skorin í báta

Leiðbeiningar

Tilbúið foreldað lambakjöt "pulled lamb" frá Pure Arctic
1

Finnið foreldað „pulled lamb“ í verslun en þessi nýjung hentar fólki sem þarf snöggeldaða, bragðgóða og næringarríka rétti. Pure Arctic selur rifið lambakjöt úr bógi „pulled lamb“ í BBQ sósu. Þarf bara að hita í örfáar mínútur. Passar í taco, samlokuna á pizzur og margt fleira.

Rauðkálshrásalat
2

Setjið majónes, jógúrt, sítrónusafa, sítrónubörk og hvítlauk saman í blandara og maukið þar til allt hefur samlagast vel. Setjið rauðkál, gulrót og steinselju í skál og blandið saman. Hrærið sósunni saman við og smakkið til með salti og pipar.

Lamba tacos með "pulled lamb"
3

Hitið „pulled lamb“ samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Steikið tortillakökurnar á þurri pönnu í u.þ.b. 30 sek. á hvorri hlið. Setjið rauðkálshrásalat, lambakjöt, rauðlauk og saxað kóriander á tortillakökurnar, kreistið límónusafa yfir og berið fram.

Deila uppskrift

Share on facebook
Share on twitter
Share on pinterest

Þessi vefsíða notar vafrakökur til að bæta upplifun þína. Með því að halda áfram samþykkir þú stefnu okkar um vafrakökur.​