Miðausturlenskt lambasalat

með perlubyggi og tahini-sósu
Lamb salad served on a table with dressing

Hráefni

Tahini-sósa
 2 litlir hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
 100 ml sítrónusafi
 200 ml tahini
 ½ tsk. sjávarsalt
 ¼ tsk. kummin
 ¼ tsk. kóríander
 6-7 msk. vatn, ískalt
Lambasalat
 650 g lambamínútusteik
 2 kúrbítar, skornir í 1.5 cm bita
 u.þ.b. 120 ml ólífuolía
 1 tsk. sjávarsalt
 ½ tsk. svartur pipar, nýmalaður
 3 skalotlaukar, skornir smátt
 1 ½ tsk. kummin
 ½ tsk. kóríander, malaður
 ¼ tsk. cayenne-pipar
 3 dl perlubygg, hægt að nota venjulegt bygg en þá breytist suðutíminn samkvæmt því
 200 g kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
 5 msk. svartar ólífur, steinlausar og skornar gróflega
 ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 4-5 msk. granateplafræ
 ½ hnefafylli steinselja, skorin smátt
 ¼ hnefafylli myntulauf, skorin smátt
 1 hnefafylli klettasalat
 150 g fetaostur, mulin niður
 tahini sósa, ein uppskrift

Leiðbeiningar

Tahini-sósa
1

Hrærið hvítlauk og sítrónusafa saman í lítilli skál, látið standa í 10 mín. Sigtið

2

Sigtið hvítlaukinn frá sítrónusafanaum og blandið tahini, salti, kummin og kóríander saman við.

3

Hrærið vatni saman við þar til myndast hefur slétt sósa, bætið við vatni eftir þörfum og bragðbætið með salti og sítrónusafa. Kælið þar til fyrir notkun.

Lambasalat
4

Hitið ofn í 200°C.

5

Setjið kúrbít í stóra skál og blandið saman við 4 msk. af ólífuolíu ásamt ¾ tsk. af salti og ¼ tsk. af pipar. Setjið kúrbítinn á ofnplötu, með bökunarpappír undir, hér gæti þurft að nota tvær plötur. Bakið kúrbít í 20-25 mín.

6

Hrærið í grænmetinu af og til yfir eldunartímann. Takið úr ofninum og setjið til hliðar.

7

Hitið 2 msk. af olíu í miðlungsstórum potti og hafið á háum hita.

8

Bætið við skalotlauk, kummin, kóríander og cayenne-pipar, eldið í 1 mín.

9

Bætið perlubyggi saman við og eldið í 1 mín. Hellið 7.5 dl af vatni saman við byggið og sjóðið í 15 mín.

10

Takið af hitanum og látið standa í 5 mín.

11

Setjið byggið yfir í stóra og breiða skál eða djúpt fat og látið kólna örlítið.

12

Blandið kúrbít saman við byggið ásamt tómötum, ólífum, rauðlauk, granateplafræjum, kryddjurtum og klettasalati, látið til hliðar.

13

Þerrið kjötið og sáldrið yfir það salti og pipar.

14

Hitið olíu á pönnu eða grillpönnu og hafið á háum hita. Steikið kjötið í 1-2 mín. á hvorri hlið, eða eftir smekk.

15

Setjið kjötið á bretti og látið það hvíla í 5 mín. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og blandið saman við byggsalatið. Sáldrið fetaosti yfir og berið fram með tahini-sósu.

Deila uppskrift