Lambakótilettur með grænmeti og kryddjurtasmjöri
Þegar lambakótilettur eru snyrtar fyrir steikingu eða grillsteikingu er best að skera ekki alla fituröndina af fyrir steikingu, jafnvel þótt ekki eigi að borða hana - kjötið verður safaríkara og mýkra ef fitan er ekki öll hreinsuð af því. Svo má fjarlægja fituna eftir steikingu ef vill.
- 4
Leiðbeiningar
Skerið rifjaendana af kótilettunum en skiljið fituröndina á kjötinu eftir. Kreistið safa úr hálfri sítrónu í skál og þeytið olíu, hvítlauk, tímíani og pipar saman við. Veltið kjötinu upp úr blöndunni og látið liggja í um 1 klst. Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í bita ef þær eru stórar. Afhýðið eða skafið gulræturnar ef þarf. Skerið spergilinn í 6-8 sm búta. Hitið vatn í potti, saltið það og kreistið safa úr hálfri sítrónu út í. Setjið kartöflur og gulrætur í pottinn og sjóðið í um 10 mínútur. Bætið þá sperglinum út í ásamt mintugreininni, ef hún er notuð, og sjóðið áfram í 8-10 mínútur, eða þar til grænmetið er meyrt. Hellið þá vatninu af því og haldið því heitu. Hitið útigrillið á meðan grænmetið sýður (einnig má steikja kjötið á grillpönnu), saltið kjötið og grillið það við góðan hita í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Látið það bíða í nokkrar mínútur áður en það er borið fram. Veltið grænmetinu upp úr hluta af kryddjurtasmjörinuog berið afganginn fram með kjötinu.
Kryddsmjör:
Bræðið smjörið í potti og takið það síðan af hitanum. Blandið kryddjurtunum og kryddinu saman við og hrærið vel. Látið standa í nokkrar mínútur.