Satay lambakonfekt

Satay lambakonfekt
Satay lambakonfekt

Hráefni

Satay-sósa
 250 ml kókosrjómi
 1 ½ msk. rautt karrí mauk
 70 g salthnetur, saxaðar smátt
 1 msk. hnetusmjör, slétt
 1 msk. púðursykur
Lambakonfekt
 12 stk. lambakonfekt
 ½ tsk. túrmerik
 ½ tsk. sykur
 1 tsk. sjávarsalt
 3 msk. bragðlítil olía
 ½ hnefafylli kóríanderlauf
 ½ hnefafylli myntulauf
 ½ rauðlaukur, skorinn í þunnar sneiðar
 1 uppskrift satay sósa
 kúskús, soðið til að bera fram með

Leiðbeiningar

Satay-sósa
1

Setjið helminginn af kókosrjómanum í pott og hafið á miðlungsháum hita. Látið malla í 5-6 mín. Eða þar til rjóminn hefur skilið sig og vatnið hefur að mestu gufað upp.

2

Lækkið undir pottinum, bætið karrí mauki saman við og eldið í 1-2 mín.

3

Setjið restina af hráefninu saman við og látið malla í 2-3 mín.

4

Takið sósuna af hitanum og látið standa til hliðar þar til fyrir notkun.

Lambakonfekt
5

Setjið túrmerik, sykur, salt og 2 msk. af olíu í skál og hrærið saman. Blandið lambakonfekti saman við kryddlöginn og látið standa í 5 mín. Hitið grill eða grillpönnu og penslið með restinni af olíunni. Eldið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið. Setjið kúskús á disk eða fat og leggið kjötið ofan á. Sáldrið kóríander, myntu og rauðlauk yfir kjötið og berið fram með satay-sósu.

6

Blandið lambakonfekti saman við kryddlöginn og látið standa í 5 mín.

7

Hitið grill eða grillpönnu og penslið með restinni af olíunni.

8

Eldið lambið í u.þ.b. 3 mín. á hvorri hlið.

9

Setjið kúskús á disk eða fat og leggið kjötið ofan á.

10

Sáldrið kóríander, myntu og rauðlauk yfir kjötið og berið fram með satay-sósu.

Deila uppskrift