Lambagrillsteik með kúskússalati
Framhryggjarfillet er að margra mati besti bitinn af lambinu og svo mikið er víst að það er auðvelt að elda marga gómsæta rétti úr þessum meyra og safaríka bita. Hér er kjötið snöggbrúnað og síðan brugðið í ofn í smástund eða eldað á grilli.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Snyrtið kjötið svolítið ef þarf og skerið burt himnur. Blandið saman í skál ólífuolíu, hvítlauk, rósmaríni, tímíani og pipar. Setjið kjötið út í og veltið því upp úr kryddleginum. Látið standa í kæli í a.m.k. 2 klukkustundir og gjarna lengur. Hitið ofninn í 180°C. Hitið grillpönnu eða venjulega pönnu vel. Takið kjötið úr kryddleginum, saltið það og brúnið það á pönnu á báðum hliðum við háan hita. Setjið það svo í eldfast fat og stingið í ofninn í 7-10 mínútur, eða eftir smekk. Búið á meðan til kúskússalatið: Hellið kúskúsinu í skál. Hitið vatnið að suðu, hellið því yfir og hrærið stöðugt í á meðan. Kreistið safann úr sítrónunum og hrærið honum saman við og síðan olíunni. Breiðið plast yfir skálina og látið standa smástund. Fræhreinsið paprikurnar og skerið þær í litla bita. Saxið laukinn smátt. Hrærið papriku og lauk saman við kúskúsið. Kryddið með pipar og salti eftir smekk og blandið að lokum saxaðri steinselju saman við. Takið kjötið úr ofninum og látið það standa nokkra stund. Dreifið kúskúsinu á fat. Skerið kjötið í sneiðar, raðið ofan á kúskúsið og berið fram.