Grískt Gyros í pítubrauði
Í þessa uppskrift má jafnvel nota súpukjöt en framhryggjarsneiðar eru líklega bestar. Það skiptir máli að kjötið sé vel fitusprengt en magrir eða fitulausir bitar henta ekki í þennan rétt, það kjöt verður ekki nógu safaríkt og mjúkt.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Í rauninni má nota hvaða lambakjöt sem er í þennan rétt en best er þó að kjötið sé vel fitusprengt, þá er það mun safaríkara. Setjið allt hitt hráefnið í stóra skál og blandið vel. Setjið kjötið út í og veltið bitunum vel upp úr blöndunni. Látið standa í kæli í a.m.k. 2 klst. og gjarna lengur. Veltið bitunum í leginum öðru hverju. Hitið grillið og hafið það lokað. Slökkvið síðan á öðrum/einum brennaranum. Ef notað er kolagrill, ýtið þá kolunum til hliðar í miðjunni og setjið álbakka þar. Takið kjötið úr leginum, setjið það á grindina þar sem enginn eldur er undir, og lokið grillinu. Grillið kjötið í 40-60 mínútur við vægan meðalhita, eða þar til það er vel meyrt og steikt í gegn en þó enn safaríkt. Takið það af grillinu og látið það kólna ögn en takið það síðan af beinunum og skerið í þunnar sneiðar. Penslið pítubrauðin með örlítilli olíu og hitið þau á grillinu í 1/2-1 mínútu á hvorri hlið. Setjið salatblað inn í hvert pítubrauð, ásamt öðru grænmeti (sjá tillögur hér á eftir) og hrúgu af kjötsneiðum og dreypið feta- og skyrsósu yfir.
Grænmeti, t.d.:
eggaldin
laukur
tómatar
gúrka
salat
Skerið eggaldinið og laukinn í 1/2 sm sneiðar, penslið grænmetið með svolítilli olíu, saltið og grillið þar til það er meyrt. Skerið tómatana í þunnar sneiðar og gúrkurnar í bita. Rífið salatið gróft.
Sósa sem fer vel með: Feta- og skyrsósa