Lambasalat með sætum kartöflum

Salat með lambalundum, sætum kartöflum, fetaosti og ofnbökuðum tómötum. 

"Þessi réttur hentar fullkomlega fyrir t.d. saumaklúbba eða aðrar slíkar samkomur þegar mann langar að bjóða upp á góða en einfalda rétti. Góð salöt geta verið svo hrikalega góð og í þessu salati er gjörsamlega allt sem mér þykir best, sætar kartöflur, gott lambakjöt, kasjúhnetur, avókadó, smjörsteiktir hvítlaukssveppir og margt annað gómsætt."

Eldhússögur úr Kleifarselinu

Pottur og diskur

Hráefni

 
  • 600 glambalundir
  •  
  • 1 límóna (lime), safi og fínrifið hýði
  •  
  • 1.5 dl ólífuolía
  •  
  • 2 msk hunang
  •  
  • 1 tsk salt
  •  
  • Ca. 15 gflatblaða steinselja
  •  
  • 2 vorlaukar, saxðir smátt
  •  
  • 4 hvítlauksrif, pressuð eða söxuð smátt
  •  
  • 1 rauður chili, saxaður smátt
  •  
  • 1 msk rifið engifer
  •  Salat:
     
  • 500 g sæt kartafla
  •  
  • 1 rauð paprika
  •  
  • 250 g kirsuberjatómatar
  •  
  • Ólífuolía
  •  
  • Salt & pipar
  •  
  • Chiliflögur
  •  
  • 250 g sveppir
  •  
  • Ca. 20 g smjör
  •  
  • 1-2 hvítlauksrif
  •  
  • 200 g spínat
  •  
  • 2 avókadó
  •  
  • 1 krukka fetaostur í kryddolíu (250 g)
  •  
  • Ca. 100 g kasjúhnetur
  • Leiðbeiningar

    1

    Hráefnunum fyrir marineringuna er blandað saman og helmingur hennar lögð til hliðar. Lambalundirnar eru lagðar í merineringu í hinn helminginn í minnst 1 klukkustund. Þá er kjötið grillað eða steikt á pönnu eftir smekk.Því næst er það lagt undir álpappír í minnst 10 mínútur og að lokum skoriðniður í sneiðar.

    2

    Salat

    3

    Ofn hitaður í 200 gráður við blástur. Kirsuberjatómatar skornir í tvennt og þeir lagðir á ofnplötu klædda bökunarpappír með skornu hliðina upp. Ólífuolíu, salti, pipar og örlítið af chiliflögum dreift yfir tómatana. Paprika skorin í bita og sætar kartöflur skornar í bita, sett saman í ofnskúffu eða í stórt eldfast mót og velt upp úr ólífuolíu, salti og pipar. Kokteiltómatarnir ásamt sætu kartöflunum og paprikunni er hitað inni í ofni í um það bil 30 mínútur. Sveppirnir eru skornir í sneiðar og steiktir upp úr smjöri, í lok steikingar er pressuðum hvítlauksrifum bætt út á pönnuna og kryddað með salti og pipar. Kasjúhnetur eru saxaðar gróft og ristaðar á þurri pönnu. Avókadó skorið í bita. Þegar sætu kartöflurnar og paprikan ásamt kokteiltómötunum er tilbúið, er öllu blandað saman við lambakjötið, sveppina, avókadó, fetaost (gjarnan dálítið af olíunni), spínat og ristuðu kasjúhneturnar. Restin af marineringunni sem var geymd, er dreift yfir salatið.

    Deila uppskrift