Lambakóróna með parmesanosti
Lambakórónan með parmasenosti er hörkuréttur fyrir þá sem vilja bragðríkan grillmat sem er einfalt og fljótlegt að elda.
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
1
Blandið í þykkt mauk í matvinnsluvél: Myntu, steinselju, furuhnetum, hvítlauk, safanum úr sítrónunni og berkinum ásamt klípu af salti og pipar. Bætið ólífuolíunni saman við og þá parmesanostinum.
2
Smyrjið maukinu á fille-stykkin og veltið þeim síðan upp úr brauðraspinu þar til það hylur stykkin nær alveg.
3
Grillið á óbeinum hita undir loki í um tíu til fimmtán mínútur og stráið ferskri bergmyntu yfir í lokin.
4
Gott er að hafa ferskt grænmeti með.
5
Uppskrift fengin af vinotek.is