Lambalæri í kryddjurtajógúrt
Sigurlaug Jóhannesdóttir vann í uppskriftarleik lambakjot.is með þessari frábæru uppskrift í mjúkri samkeppni við fjölda glæsilegra lambarétta.
Hráefni
1 lambalæri, úrbeinað
150 ml hrein jógúrt
2 msk ferskt saxað timían
2 msk ferskt saxað rósmarín
2 msk fersk söxuð steinselja
3 hvítlauksrif, fínt söxuð eða kramin
Safi og börkur af 1/2-1 sítrónu
Salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Blandið öllu því sem fer í maríneringuna saman og hellið yfir kjötið. Látið standa í að minnsta kosti hálftíma, 2-4 klukkustundir væri ákjósanlegur tími. Þá fer sýran í jógúrtinni og sítrónunni, smám saman, að „elda“ kjötið og það verður dásamlega mjúkt og gott.
2
Eldið í 200° heitum ofni í 40-50 mínútur, eftir því hversu stórt lærið er og hversu vel þið viljið hafa það steikt. Látið standa í 15 mínútur áður en þið skerið kjötið. Heilmikill safi kemur úr kjötinu og það er tilvalið að hella því í pott og „smakka til“ með salti og pipar; bætið smá rjómaslettu út í og þykkið að vild.
3
Einfalt og gott!