Lambaskankar í einum dökkum

Matreiðslumeistararnir á Íslenska barnum sendu okkur girnilega uppskrift af lambaskönkum elduðum í dökkum bjór. 

Pottur og diskur

Hráefni

 Frábær uppskrift frá matreiðslumeisturum Íslenska barsins.
 4 stk. lambaskankar c.a. 300 gramma stykki (með beini)
 0,5 ltr dökkur Kaldi bjór
 

2 msk tómatpúrra

 

2 msk Oscar lambakraftur

 

1 tsk sjávarsalt og svartur pipar

 

6 greinar timían

 
 Sósa
 Soð 0,5 ltr
 Rauðvín 100ml (t.d. Caramella rauðvín)
 Púðursykur 2msk,
 Appelsínubörkur 1 stk. Appelsína
 Hvítlaukur 2 geirar
 Þykkið við hæfi með maizena og bætið salti og pipar út í
 
 Kartöflumús
 1 kg rautt kartöflusmælki
 Skalottlaukur (að vild)
 Hvítlaukur (að vild)
 Graslaukur (að vild)

Leiðbeiningar

1

Lambaskankar

2

Brúnið lambaskanka á góðri pönnu með nóg af smjöri. Setjið í pott (sem þolir að fara inn í ofn) með bjórnum, tómatpúrrunni, lambakraftinum, timían, salti og pipar. Fyllið upp með vatni þannig að vökvinn fljóti yfir skankann. Setjið pottinn í ofn og eldið á 65° í 15 tíma.

3

Sósa

4

Sigtið soðið og setjið í pott ásamt rauðvíninu, púðursykrinum, appelsínuberkinum og saxi af hvítlauk. Hellið svo soðinu út í og sjóðið niður um ¼. Þykkið svo með Maizena og smakkið til með salt og pipar.

5

Kartöflumús

Sjóðið rauða kartöflusmælkið, sigtið og geymið til hliðar. Brúnið svo hvítlauk og skalottlauk í smjöri. Þegar hann er byrjaður að taka lit, hellið þá rjóma út á og náið upp suðu. Látið svo kartöflurnar út í og maukið þær með písk. Gott er að setja klípu af smjöri út í öðru hverju á meðan er verið að merja kartöflurnar. Endið svo á að setja ferskan saxaðan graslauk út í. Smakkið svo til með salt og pipar. Gott er að hafa rabbabarasultuna hennar mömmu og grænar baunir með þessu.

6

Kynnið ykkur Íslenska barinn á www.islenskibarinn.is

Deila uppskrift