Lambaborgari með heimagerðu hrásalati og súrum gúrkum

Óhætt er að segja að íslenskt lambakjöt sé ein besta afurð sem okkur stendur til boða hér á landi. Það er einstaklega bragðgott og auðvelt að meðhöndla það og matreiða. Hægt er að elda lambakjöt á ótal vegu og uppskriftirnar hér sýna vel hversu einfalt er að elda fjölbreytta og spennandi rétti úr lambakjöti.

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g lambaframpartur, beinlaus, eða lambahakk
 1 egg
 80 g soðin hrísgrjón
 50 g steikt beikon, sneitt
 50 g rifinn ostur
 salt og pipar eftir smekk
 4 hamborgarabrauð
 Heimagert hrásalat
 ¼ haus hvítkál, smátt skorið
 1 gulrót, rifin í rifjárni
 2 msk. majónes
 1 tsk. gult karrí
 salt og pipar
 Blandið öllu vel saman.

Leiðbeiningar

1

Skerið lambaframart í þunnar sneiðar og setjið hann í gegnum hakkavél. Þegar hakkið er klárt, blandið þá öllum hinum hráefnunum saman við það og hnoðið vel þar til allt hefur blandast vel. Einnig er hægt að nota lambahakk. Mótið 120 g borgara og setjið í kæli og látið standa í minnst 2 klst. Takið þá úr kæli og setjið á vel heitt grill og eldið í samtals 12 mín. og snúið á 2 mín. fresti.

2

Takið borgarana af grillinu og raðað saman á brauðið með hrásalati og súrum gúrkum á milli. Ekki skemmir fyrir að hafa gott sinnep líka.

3
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Hinrik Carl Ellertsson Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Heiða Helgadóttir
4

Allt hráefni sem er notað í Gestgjafanum fæst í verslunum Hagkaups.
Lambahakk fæst frosið m.a. í Fjarðarkaupum og Frú Laugu.

Deila uppskrift