Lambalundir með polentu og steiktu grænmeti

Innbakað lambakjöt fyrir jafnt aðalréttinn sem hátíðarréttinn. 

Pottur og diskur

Hráefni

 500 gr. lambalundir
 Salt og pipar
 Hvítlaukur
 Olía til steikingar
 Polenta (maískaka)
 100 ml vatn 1 tsk. salt 25 gr. maíssterkja 8 gr. smjör 10 gr. rifinn parmesan.
 Rauðvínssósa
 1 shallot-laukur 2 hvítlauksgeirar 2-3 greinar af timjan 1 msk. olía 1 msk. rauðvínsedik 1 dl. rauðvín 50 gr. smjör 50 ml lambasoð.

Leiðbeiningar

1

Steikið lambið á pönnu með hvítlauk. Saltið og piprið. Lokið öllum hliðum lundanna á heitri pönnu. Setjið lambið inn í 200 gráðu heitan ofn í eina mínútu. Leyfið lambinu að hvíla í 10 – 15 mínútur.

2

Polenta (maískaka)Vatnið soðið og salti bætt í. Maíssterkjan sett útí og hrært í góðar fimmtán mínútur eða þar til blandan er orðin þykk. Smjöri bætt út í og svo parmesan. Þegar osturinn er bráðnaður er blandan sett í eldfast mót. Stingið út það form sem þið viljið hafa á kökunni. Smá parmesan-osti dreift yfir kökuna og hún hituð í ofni.

3

RauðvínssósaSteikið laukinn á heitri pönnu. Þegar laukurinn er byrjaður að glærast er timjan bætt út í og látið krauma í stutta stund. Rauðvínsediki og rauðvíni bætt út í. Soðið niður um helming. Þá er lambasoði bætt út í. Ef þið eigið ekki lambasoð má nota lambakraft (ein matskeið af krafti á móti 100 ml). Þegar lambasoðið er komið út í er sú blanda líka soðin niður um helming. Potturinn tekin af hellinu. Smjörið skorið niður í litla bita og bætt rólega út í. Þannig þykkir þú sósuna.

4

Steikt grænmetiSkerið grænmetið smátt og steikið á pönnu. Kryddið með salt og pipar.

5

Uppskriftin er fengin frá Íslenska barnum.

Deila uppskrift