Lamba-fillet
Uppskriftin er úr Grillblaði Gestgjafans vorið 2014. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson
- 4
Hráefni
1 kg lamba-fillet
ólífuolía
salt og pipar
Kryddblanda:
1 poki steinselja
3 hvítlauksgeirar
1 sítróna, börkur
1 dl ólífuolía
Leiðbeiningar
1
Saxið steinselju gróft og hvítlaukinn fínt. Blandið öllu saman í skál. Veltið kjötinu upp úr kryddblöndunni áður en það er grillað á heitu grilli á fituröndinni í 5-7 mín. Grillið í 3 mín. á hinni hliðinni. Látið lambið hvíla á grillinu í 10-15 mín við vægan hita áður en það er borið fram.
2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson