Lambaskankar
Uppskriftin er úr Grillblaði Gestgjafans vorið 2014. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson
- 4
Hráefni
4 lambaskankar
1 ½ lítri lambasoð
1 laukur
3 gulrætur
10 greinar af tímíani
2 dl rauðvín
ólífuolía
salt og pipar
Leiðbeiningar
1
Byrjið á því að setja lambaskankana í eldfast mót. Skerið grænmetið í bita og setjið í mótið líka ásamt tímíangreinunum, rauðvíninu og lambasoðinu.
2
Eldið í ofni í u.þ.b. 10-15 klukkustundir á 70°C. Þegar lambaskankarnir eru tilbúnir eru þeir penslaðir með olíu og bragðbættir með salti og pipar. Grillið því næst skankana á heitu grilli í 2 mín. á hvorri hlið.
3
Einnig er hægt að einungis grilla skankana. Þá er þeim vafið inn í álpappír og þeir grillaðir á meðalhita í 1-2 klst.
4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Theódór Smith Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir Myndir: Ernir Eyjólfsson