Tyrkneskt lamb á brauði
Hér er skemmtilegur lambaréttur í grillveisluna.
Hráefni
Leiðbeiningar
Blandið chili-flögum, hvítlauk og olíu saman og nuddið kjötið upp úr því. Þræðið á grillspjót og látið bíða í 30 mín. Grillið við meðalhita. Berið fram með volgum pítubrauðum, harissa, sýrðum rauðlauk, granateplum og jógúrt.
4 -6 pítubrauð
2-3 msk. harissa (chili-mauk)
6 msk. sýrður rauðlaukur
½ granatepli, kjarnar
6 msk. hrein jógúrt eða grísk jógúrt
SÝRÐUR RAUÐLAUKUR:
1 rauðlaukur, fínt sneiddur
5 dl sjóðandi vatn
3 msk. sykur
1 dl hvítvínsedik
2-3 msk. ferskt dill, saxað 1-2 tsk. einiber
Setjið laukinn í skál og hellið sjóðandi vatni yfir.
Látið standa í 1 mín. og sigtið síðan vatnið frá.
Setjið laukinn í skál og hellið öllu öðru sem er í uppskriftinni út í.
Látið standa í minnst klukkutíma.
Geymist í viku í ísskáp.