Hægeldað kindalæri með rótargrænmeti og hvítvínssoði
Eftir Þóri Bergsson í Bergsson mathús.
- 6-8
Hráefni
1 kindalæri með legg
6 hvítlauksrif
2-3 laukar
3-6 gulrætur
1 sellerí rót
Nokkrir stilkar garðablóðberg
Nokkrir stilkar rósmarín
3 lárviðarlauf
1 msk salt
Vel af svörtum pipar
Smá tómatpúrra (má sleppa)
1/2 flaska hvítvín þurrt
1/2 flaska vatn
Leiðbeiningar
1
Allt sett í steikarpott og eldað við 90°C í u.þ.b. 14 klst.
2
Gott er að hella yfir kjötið u.þ.b. fimm sinnum á meðan eldun stendur. Hægt er að sigta soðið sem kemur og nota rótargrænmetið sem meðlæti. Taka alla fitu af soðinu og þykkja með sósuþykkjara.