5 spice-lambalundir í nýuppteknu haustsalati, með fennel, jarðarberjum, rabarbarasultu og hnetukurli
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Setjið allt krydd í matvinnsluvél og maukið þar til það verður að dufti. Berið duftið á lambið og látið bíða í 5 mínútur. Steikið lambalundirnar á pönnu við háan hita í 3 mínútur báðum megin eða þar til þær eru eldaðar (kjarnhiti 58°C). Takið kjötið af pönnunni og látið það hvíla í 3 mínútur áður en þið berið það fram.
Salatið:
Notið það ferskasta sem þið finnið, helst úr garðinum annars eitthvað gott úr búðinni.Við notuðum súrur, dill, grænkál, klettakál og hreðkur.
1 dl rabarbarasulta, bragðbætt með svolitlum kanil
4 msk. þurrristaðar hnetur, velt upp úr hunangi
1 fenníka, þunnt skorin með smáediki á
250 g íslensk jarðarber frá Silfurtúni
Raðið salati á 4 diska. Setjið rabarbarasultu, hnetur, fennel og jarðarber á diskana. Leggið lambalundirnar ofan á, þrjár á hvern disk.