Soðið hangikjöt á gamla mátann, með „stúfi“, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli

Soðið hangikjöt á gamla mátann, með „stúfi“, soðnum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli
Pottur og diskur

Hráefni

 1 rúlla hangikjöt
 vatn

Leiðbeiningar

1

Setjið hangikjöt í pott og hellið köldu vatni í þannig að rétt fljóti yfir kjötið. Hleypið suðunni upp og látið hangikjötið vera við suðumark í 30-40 mín. Takið pottinn af hellunni og látið kjötið kólna í soðinu.

2

Skerið hangikjötið í fallegar sneiðar og berið fram með „Stúfi“, soðnum kartöflum, rauðkáli og rauðrófum.

3

„Stúfur“

4

4 msk. smjör
4 msk. hveiti
7 dl mjólk
1 tsk. salt
½ tsk. nýmalaður pipar
1/3 tsk. múskat
2 tsk. sykur (má sleppa)

5

Bræðið smjör í potti og bætið hveiti saman við, blandið vel saman. Hellið mjólk smátt og smátt saman við og hrærið stöðugt í á meðan. Látið malla við vægan hita í 5 mín. og hrærið reglulega í á meðan. Smakkið til með salti, pipar, múskati og sykri.

6
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Ólöf Jakobína Ernudóttir

Deila uppskrift