Lambaframhryggjarsneiðar með kanil, kummin og smjörbaunum í tómatkjötsósu

Ein góð úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar í Gestgjafanum.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambaframhryggjarsneiðar
 salt og nýmalaður pipar
 1 tsk. kummin, steytt
 ½ tsk. kanill, steyttur
 1 tsk. chiliflögur
 2 hvítlauksgeirar, pressaðir
 2 dl hveiti
 4 msk. olía
 1 gulrót, smátt söxuð
 1 laukur, smátt saxaður
 2 dl hvítvín eða vatn
 8 dl niðursoðnir tómatar, í bitum
 4 dl soðnar baunir, eftir smekk, t.d. smjörbaunir
 2 msk. kóríander, smátt saxaður, má sleppa
 2 msk. óreganó, smátt saxað, má sleppa

Leiðbeiningar

1

Saltið framhryggjarsneiðar á báðum hliðum og kryddið með pipar, kummin, kanil, chiliflögum og hvítlauk.

Veltið þá kjötinu upp úr hveiti og steikið á meðalheitri pönnu í 2-3 mín. á hvorri hlið.

Bætið gulrót og lauk á pönnuna og steikið í 1 mín. til viðbótar.

Hellið hvítvíni eða vatni saman við ásamt niðursoðnum tómötum.

Færið allt í eldfast mót og leggið álpappír yfir.

Bakið við 160°C í 60 mín.

Takið þá álpappírinn af og bætið baununum saman við. Bakið í 10 mín. í viðbót.

Stráið þá kóríander og óreganói yfir og berið fram með t.d. salati.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon

Deila uppskrift