Glóðarsteikt kaffikryddað lamb
Kaffi - eða öllu heldur kaffilíkjör - er kannski dálítið óvenjulegt krydd á lambakjöt en á þó ljómandi vel við, til dæmis í grillkryddlög.
- 4
Leiðbeiningar
1
Fitusnyrtið kjötið e.t.v. svolítið. Setjið saxaðan engiferinn í hvítlaukspressu og pressið safann úr honum í skál eftir því sem hægt er. Hrærið líkjör, olíu og sítrónusafa saman við, setjið kjötið út í og látið standa í 10-12 klst. Snúið kjötinu öðru hverju. Takið það síðan úr leginum og þerrið það lauslega með eldhúspappír. Hitið grillið. Kryddið kjötið með pipar og salti og grillið það við meðalhita í 5-8 mínútur á hvorri hlið, eftir þykkt bitanna. Penslið það með kryddleginum öðru hverju. Berið fram t.d. með grilluðum maís og bökuðum kartöflum.