Grillað lambaprime með sinneps- og estragonhjúp
Ljúffeng uppskrift úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar úr júlí tölublaði Gestgjafans.
- 4
Hráefni
1 kg lamba-prime
3 msk. olía
salt
nýmalaður pipar
Leiðbeiningar
1
Penslið lambaprime með olíu og kryddið með pipar og salti. Grillið á meðalheitu grilli í 7-10 mín. Snúið kjötinu reglulega. Penslið þá kjötið með sósunni og grillið í 2 mín. í viðbót. Gætið þess að sósan brenni ekki. Berið kjötið fram með afganginum af sósunni og t.d. grilluðu grænmeti, salati og kartöflum.
2
Sinneps- og Estragonhjúpur/sósa:
3
2 dl majónes
1 dl sýrður rjómi
1 ½ msk. gróft sinnep
1 tsk. hunang
1 tsk. sítrónusafi
2 msk. fáfnisgras (estragon)
1 tsk. nýmalaður pipar
¾ tsk. salt
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson