Kappklæddar lambalundir í kúskús og parmaskinku

Kappklæddar lambalundir í kúskús og parmaskinku
Pottur og diskur

Hráefni

 12 lambalundir
 salt og nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 2 dl kúskús
 2 dl sjóðandi vatn
 1 krukka grilluð paprika, skoriní bita
 2-3 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
 3 msk. mynta, smátt söxuð
 3 msk. kóríander, smátt saxað
 12 sneiðar parmaskinka
 4 arkir álpappír, 20×40 cm
 
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Kristinn Magnússon Stílisti: Guðrún Hrund

Leiðbeiningar

1

Kryddið lambalundir með salti ogpipar og steikið í olíu á vel heitri pönnu í u.þ.b. 3-4 mín. eða þar til lundirnar verða fallega brúnaðar á öllum hliðum.

Takið þá lundirnar af pönnunni og kælið. Setjið kúskús í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Blandið vel saman.

Setjið lok yfir skálina og látið standa í 3 mín.

Blandið grillaðri papriku saman við kúskúsið ásamt hvítlauk, myntu, kóríander, salti ogpipar.

Blandið vel saman. Leggið 2 sneiðar af parmaskinku langsum á álpappír og eina þversum.

Setjið 2 msk af kúskúsi ofan á skinkuna ogdreifið úr því þannig að það passiundir 2 lundir.

Leggið 2 lundir á kúskúsið, dreifið 1 msk. af kúskúsi yfir og leggið síðan þriðju lundina ofan á.

Hyljið lundirnar með kúskúsi og vefjið skinkunni utan um.

Vefjið síðan álpappírnum þétt utan um lundirnar.

Bakið í 150°C heitum ofni í 10-12 mín.

Beriðfram með salati og kartöflum.

Deila uppskrift