Heilsteiktur lambahryggur með grófkorna sinnepi og fáfnisgrasi

Haustin eru tími uppskeru og bæði matjurtagarðar og verslanir geyma úrval af gómsætu grænmeti sem er upplagt að bjóða upp á með hreina og heilnæma lambakjötinu okkar.

Gestgjafinn september 2010 úr smiðju Úlfars Finnbjörnssonar.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 lambahryggur
 salt
 nýmalaður pipar
 4 msk. grófkorna sinnep
 1 eggjarauða
 2 msk. fáfnisgras (esdragon), smátt
 saxað eða 1 msk. þurrkað

Leiðbeiningar

1

Skerið u.þ.b. 2-3 cm djúpar rendur þvert ofan í lambahrygg með 1 cm löngu millibili. Skerið þá beggja vegna við hryggjarsúluna alveg niður að rifbeinum. Nuddið salti og pipar vel inn í kjötið á báðum hliðum. Setjið hrygginn inn í 200°C heitan ofn í 10 mín. Lækkið þá hitann niður í 180°C og bakið í 25-30 mín. Blandið saman grófkorna sinnepi, eggjarauðu og fáfnisgrasi. Setjið maukið ofan á miðjan hrygginn og bakið í 10 mín. til viðbótar. Berið fram með steiktu grænmeti, kartöflum og esdragon-sósu.

2

Esdragon-sósa:

3

1 dl hvítvín
2-3 dl vatn
1 dl rjómi
1 msk. fáfnisgras
lambakraftur
salt
pipar
sósujafnari

Hellið hvítvíni og vatni í ofnskúffuna þegar hryggurinn á eftir 5 mín. af eldunartímanum. Hellið soðinu í pott þegar hryggurinn er tilbúinn og bætið rjóma, fáfnisgrasi, lambakrafti, salti og pipar saman við. Þykkið með sósujafnara.

4
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson Stílisti: Guðrún Vaka Helgadóttir

Deila uppskrift