Hunts-grillað lambafille með bökuðum kartöflum og tómatteningasósu
Frábær einföld grilluppskrift!
- 4
Hráefni
Úrbeinað lambakjöt t.d. lambafillé eða lambaprime, um 200-250 g á mann.
Hunts BBQ sósa
Hráefni í meðlæti:
Grasker
1 dós sýrður rjómi
steinselja
graslaukur
hvítlaukur
Bökunarkartöflur (sætar eða venjulegar)
1 dós Hunts niðursoðnir tómatteningar m/basil, rósmarín og óreganó
1 dós Philadelphia rjómaostur
Maískólfar
Leiðbeiningar
1
Látið kjötið liggja í sósunni í a.m.k. 30 mín, helst 3 klst.
Grillið við vægan hita til að koma í veg fyrir bruna.
Fyllt grasker:
Sýrðum rjóma, saxaðri steinselju, brytjuðum graslauk og pressuðum eða smátt söxuðum hvítlauk blandað saman eftir smekk. Fyllið graskerið með blöndunni.
Bakaðar kartöflur (sætar eða venjulegar) með tómat-ostasósu.
Sósa: Hunts niðursoðnum tómatteningum m/basil, rósmarin og óreganó hrært út í Philadelphia rjómaost.
Maískólfar