Basilíkusósa

Góð með ofnsteiktu lambi.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 dl hvítvín (má sleppa)
 4 dl vatn
 1 msk. lambakraftur
 ½ búnt basilíka, smátt söxuð
 sósujafnari
 40 g kalt smjör í teningum
 salt og ny´malaður pipar

Leiðbeiningar

1

Hellið hvítvíni og vatni í ofnskúffuna með lambinu þegar 5 mínútur eru eftir af eldunartímanum og bakið lambið áfram í 5 mín.

Hellið soðinu í pott ásamt lambakrafti og basilíku og þykkið með sósujafnara.

Takið pottinn af hellunni og bætið smjöri saman við.

Hrærið í þar til smjörið er bráðnað og smakkið til með salti og pipar.

Deila uppskrift