Lamb í kartöfluhjúp með rótargrænmeti og lambasafa
- 4
Hráefni
Leiðbeiningar
Sósa:
Verkið kjötið af hryggnum og hreinsið burt alla fitu. Höggvið beinin og brúnið þau í ofni.
Skerið eina gulrót, lauk, hvítlauk og blaðlauk jafnt niður setjið í pottinn ogbrúnið með olíu og smjöri. Setjið beinin útí, 500-700 ml af vatni og sjóðið hægt í 3-4 klukkustundir.
Sigtið og sjóðið niður um 2/3. Þeytið smjör útí og kryddið með tómatmauki, garðablóðbergi, salt og pipar.
Fille í kartöfluhjúp
Setjið vel af olíu á heita pönnu, bætið við smá salt.
Rífið skrældar kartöflurnar niður í strimla og kreistið út safann og sterkjuna.
Steikið kartöflunar á pönnu þangað til verða dökkar að neðan og halda sér vel saman.
Kartöfluhjúpurinn settur á hreint viskustykki til þerris.
Bætum brauðraspi út á og söltum og piprum.
Saxið steinseljuna smátt niður og veltið kjötinu upp úr henni.
Skerið hvert fillet í tvo hluta.
Leggið lambið kartöfluhjúpinn og vefjið með viskustykkinu.
Eldið í ofni við u.þ.b. 200°C í 2-3 mínútur og takið svo út og hvílið kjötið í 5 mínútur.
Tími inn í ofni er 6-8 mínútur.
Sneiðið afganginn af gulrótunum og kínahreðkunni niður eftir smekk Setjið í pott ásamt smjöri, sykri, salti og vatni.
Sjóðið þar til allur vökvi er farinn.