Lambalæri kryddað með jurtum

Lambalæri kryddað með jurtum
Pottur og diskur

Hráefni

 Kjötið
 1 stk lambalæri c.a 2 til 2,5 kg
 1 búnt garðablóðberg
 2 greinar rósmarin
 salt og pipar
 Hreinsið lærið ef þið viljið. Saxið jurtirnar niður mjög smátt og kryddið með salt og pipar. Veltið kjötinu uppúr olíu, setjið svo kryddið á allt kjötið. Best er að láta kryddið liggja á kjötinu í nokkra tíma eða yfir sólarhring.
 Setjið kjötið í ofninn við 120° og eldið í 90 mín. Takið þá kjötið út og stillið ofninn á grill. Látið kjötið standa í c.a 15 mín. Setjið kjötið aftur inn í ofninn undir grillið í c.a 10 mín, en þá ætti að vera komin góð húð á steikina.
 Sósan
 1 pakki flúðasveppir
 ½ l rjómi
 1 pakki piparostur rifinn
 1 msk kjötkraftur
 Salt og pipar
 2 msk púrtvín eða koníak ef vill
 Rauðkálið
 1 stk rauðkálshaus
 1 grænt epli
 2 msk smjör
 2 dl rauðvínsedik
 200 gr sykur
 1dl sólberjasaft
 1 msk rifsberjasulta
 1dl vatn
 Salt
 Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ – 2 tíma. Hræra þarf reglulega í pottinum.
 Brúnaðar kartöflur
 1 kg nýjar íslenskar kartöflur
 150gr sykur
 2 msk smjör
 1 dl rjómi
 Sjóðið kartöflurnar og takið til hliðar. Brúnið sykurinn á víðri pönnu, setjið þá smjörið saman við og látið leysast upp. Hellið þá rjómanum saman við og lækkið hitann, setjið þá kartöflurnar saman við og brúnið í nokkrar mínútur.

Leiðbeiningar

Deila uppskrift