Lambasalat með sojaristuðum sólblómafræjum

Hentug uppskrift í forrétt, aðalrétt og jafnvel á smáréttaborðið. Skurður,magn og framsetning er það sem skilur á milli hvað við köllum réttinn.

Pottur og diskur

Hráefni

 8 lambalundir
 ½ poki sólblómafræ
 1 dl sojasósa
 1 stk paprika
 2 msk þykkt balsamikedik
 1 dl ólífuolía
 1 msk sesamolía
 fersk græn salatblanda

Leiðbeiningar

1

Setjið olíu á heita pönnu. Ristið sólblómafræ á vel heitri pönnu þar til þau eru gyllt, þá er sojasósunni hellt yfir og látið malla þar til vökvinn er horfinn og síðan eru fræin þerruð á pappír.

Setjið olíu á vel heita pönnu, steikið lundirnar, 2 mín á hvorri hlið. Látið kjötið hvíla í u.þ.b. 3 mín. Hitið síðan í ofni í 2 mín við 180°C og látið svo hvíla aftur í u.þ.b. 3 mín.

Skolið salatið og setjið í skál með smátt skorinni papriku. Skerið lambakjötið þunnar sneiðar og breiðið yfir salatið, stráið fræjunum yfir lambakjötið . Sólblómafræin verða því kryddið á kjötið.

Blandið balsamikediki, ólífuolíu og sesamolíunni saman í skál og hellið yfir salatið

Deila uppskrift