Steiktar lærissneiðar með sólþurrkuðu tómatpestói
Steiktar lærissneiðar með sólþurrkuðu tómatpestói
- 4
Hráefni
3 msk. olía
1 msk. basil, þurrkað
1 msk. tímían, þurrkað
3 hvítlauksgeirar, pressaðir
salt
nýmalaður pipar
1 kg lambalærisneiðar
Sólþurrkað tómatpestó:
1 krukka sólþurrkaðir tómatar með olíu
1 tsk. tímían (garðablóðberg) þurrkað
1 msk. basilíka, þurrkað
1-2 hvítlauksgeirar
½ tsk. svartur pipar
1 msk. hunang
2 msk. balsamik-edik
½ tsk. salt
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið.
Leiðbeiningar
1
Blandið saman í litla skál olíu, basil, tímíani, hvítlauk, salt og pipar.
Nuddið blöndunni vel saman við kjötið og steikið síðan á grillinu eða meðalheitri pönnu í 5-7 mínútur hvora hlið.
Berið kjötið fram með tómatpestói og t.d. blönduðu grænmeti og kartöflum.