Grilluð lambasteik og steikt hrísgrjón
SNAKKPAPRIKA - BROCCOLI - RAS EL HANOUT
- 25 mín
- 2
Hráefni
Leiðbeiningar
Byrjið á að sjóða hrísgrjón, skerið lauk í grófar sneiðar, snakkpaprikur í tvennt og broccolí í bita. Hitið góða pönnu og svitið lauk, papriku og broccoli með rausnarlegu magni af ólífuolíu, bætið hrísgrjónum saman við. Steikið áfram í 4-5 mínútur og hrærið reglulega, smakkið til með salti, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa.
Steikið áfram í 4-5 mínútur og hrærið reglulega, smakkið til með salti, rifnum sítrónuberki og sítrónusafa. Athugið að grjónin eiga að vera „djúsí“ og hér má bæta við ólífuolíu ef þarf.
Ras el hanout kryddblandan er auðveld og fljótleg í notkun til að hleypa smá sól, yl og lífi í einfalda rétti, núorðið má finna hana má finna í flestum verslunum. Saltið kjötið og kryddið með ras el hanout kryddblöndunni. Grillið eða steikið á pönnu eftir smekk og hvílið í 10 mínútur.