Hægeldaður lambaframpartur fyrir fólk sem er að flýta sér
Þetta er ekkert grín, framparturinn er eldaður í 24 klst. en hentar samtvel fyrir önnum kafið fólk. Skellið frampartinum í ofninn að kvöldi (umþað leiti sem þið viljið borða kvöldmatinn daginn eftir) og njótið þess að kvöldmaturinn hefur séð um sig sjálfur á meðan allir voru í vinnu eða skólanum. Frábær sunnudagssteik fyrir alla daga vikunnar og ekki spillir að stinga hvítlauksgeirunum inn í kjötið til að fá meira bragð.
- 4-6
Hráefni
Leiðbeiningar
Kryddið frampart með salti og pipar.
Setjið hann í ofnskúffu og leggið hvítlauk og tímían bæði ofan á og undir.
Bakið við 60°C í 24 klst. Hækkið þá hitann í 200°C og bakið áfram í u.þ.b. 10 mín. eða þar til hann verður fallega brúnn.
Einnig má nota úrbeinaðan frampart í rúllu eða lambalæri. Berið fram t.d. með blönduðu grænmeti, salati og kartöflum. Kjötið er það meyrt og safaríkt að það þarf enga sósu með því. Ef þið hins vegar viljið bera sósu fram með kjötinu þá kemur hvaða sósa sem er til greina. Ég mæli með klettakálspestói.
Klettakálspestó:
1 poki klettakál
5 hvítlauksgeirar
2 msk. furuhnetur
2 msk. parmesanostur
1 msk. ljóst balsamedik
1 msk. sítrónusafi
1 msk. sykur
salt
pipar
2 dl olía
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman.