Lambahjörtu með paprikusósu

Lambakjötið er „inn“ í haust.  Í nóvember blaði Gestgjafans kynnir Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari gómsæta rétti úr nýju lambakjöti og innmat.

Pottur og diskur

Hráefni

 800 g lambahjörtu
 salt
 nýmalaður pipar
 2 msk. olía
 2 beikonsneiðar, skornar í bita
 1 rauð paprika, skorin í bita
 1 msk. paprikuduft
 4 dl vatn
 1 dl rjómi
 1 krukka grilluð paprika, safi sigtaður frá
 sósujafnari

Leiðbeiningar

1

Skerið hjörtu til helminga og hvern helming í 7-8 lengjur.

Skerið himnur og fitu frá.

Kryddið hjörtun með salti og pipar og látið krauma á vel heitri pönnu í 2 mín.

Bætið beikoni og paprikubitum á pönnuna og látið krauma í 30 sek. til viðbótar.

Bætið vatni á pönnuna og látið malla við vægan hita í 1 klst.

Hellið rjóma og grillaðri papriku á pönnuna og þykkið með sósujafnara.

Berið fram t.d. með kartöflumús og salati.

Deila uppskrift