Hrátt hangikjöt með klettasalati í rjómaosti

Lambakjöt er hátíðamatur og hægt að bera fram á ýmsa vegu.  Uppskrift eftir Úlfar Finnbjörnsson sem birtist í hátíðarblaði Gestgjafans í desember 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 300 g hrátt hangikjöt, fitu og sinalaust
 150 g rjómaostur
 1 poki klettasalat
 1 msk. hunang
 2 msk. sítrónusafi
 salt og nýmalaður pipar
 salat
 1/2 mangó, skrælt og skorið í tengina
 2 msk. furuhnetur
 4 msk. pistasíuolía

Leiðbeiningar

1

Hálffrystið hangikjöt og skerið síðan í þunnar sneiðar.

Setjið rjómaoskt, klettasalat, hunang, sítrónusafa, salt og pipar í matvinnsluvél og maukið vel.

Setjið eina teskeið af rjómaostamaukinu á hverja hangikjötssneið og leggið sneiðarnar saman.

Geymið í kæli í 4 klst.

Berið fram með salati, mangóteningum, furuhnetum og pistasíuolíu.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Karl Petersson

Deila uppskrift