Hangikjötstartar með piparrót

Lambakjöt er hráefni sem flestum þykir gott og það er tilvalið að útbúa úr því fljótlega og góða rétti t.d. þegar von er á klúbbfélögum.  Þessi réttur er eftir Úlfar Finnbjörnsson og birtist í klúbbblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 300 g fitu- og sinalaust hangikjöt
 1/2 rauðlaukur, smátt saxaður
 1 msk. súrar gúrkur, skornar í litla teninga
 1 msk. rauðrófur, skornar í litla teninga
 1 msk. kapers
 1 msk. piparrót, rifin
 2 msk. olía

Leiðbeiningar

1

Hálffrystið hangikjöt og skerið í litla teninga.

Setjið allt hráefni í skál og blandið vel saman.

Berið fram með salati og rúgbrauði.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Stílisti: Gerður Harðardóttir Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift