Lambahryggvöðvi með grilluðum kóngasvepp

sveppamauki, stökkum kartöfluflögum og sítrónutimjan-soðgljáa.
Lambahryggvöðvi Hnoss

Hráefni

Lambahryggvöðvi
 4 skammtar lambahryggvöðvi, 800-1000 gr, hreinsaður
 3 hvítlauksrif, fínt söxuð
 1 msk þurrkað garðablóðberg
 1 dl olía
  2 tsk þurrkaðir villisveppir, malaðir
Kóngasveppamauk
 500 gr kóngasveppir, fínt saxaðir
 1 stk shallott laukur, fínt saxað
 4 hvítlauksrif, fínt söxuð
  1 tsk ferskt sítrónutimjan, fínt saxað
  3 msk smjör
 skvetta af vermút
 1 dl rjómi
Sítrónu-timjan soðsósa
 1 gulrót, söxuð
  ½ laukur, saxaður
  2 stilkar sellerí, saxaðir
  4 sítrónutimjan greinar
  2 hvítlauksrif, marin
  2 lárviðarlauf
  2 dl rauðvín
  1 l lambasoð
  1 msk Worchestershire sósa
  1 tsk fiskisósa
  4 msk smjör
  2-3 greinar sítrónutimjan, laufin pilluð af
Stökkar kartöfluflögur
  4-6 nýjar íslenskar kartöfluri
  olía til djúpsteikingar
  sjávarsalt með blóðberg
Grillaður kóngasveppur
  2 stk fallegir kóngasveppir
 1 msk sojasósa
 1 tsk fiskisósa
  1 msk olía
  skvetta worchestershire sósa
  salt og pipar

Leiðbeiningar

1

Uppskriftina fengum við frá Fanneyju Dóru yfirkokki á veitingahúsinu Hnoss.

Lambahryggvöðvi
2

Blandið olíu saman við hvítlauk, garðablóðberg og malaða villisveppi. Hreinsið lambahryggvöðvann, og makið kryddolíunni á kjötið. Best að gera þetta degi fyrir eldun og taka svo kjötið úr kæli 6-8 tímum áður en þið hyggist elda það.

3

Saltið kjötið vandlega og brúnið vel á pönnu, færið í ofn og eldið upp í 56°C í kjarnhita á 160°C ofnhita. Takið úr ofninum og látið hvíla í 10 mínútur áður en kjötið er skorið og borið fram.

Kóngasveppamauk
4

Setjið sveppi í eldhússtykki og vindið svo safi renni úr þeim. Hitið smjör og olíu á pönnu þar til freyðir, þá er sveppum, shallot lauk, hvítlauk og sítrónutimjan bætt út á og það steikt þar til gullinbrúnt og mesti safinn er gufaður upp.

5

Svettu af vermút hellt á pönnuna og látið gufa upp. Ljúkið með að bæta 1 dl rjóma á pönnuna og hann soðinn niður. Smakkið til með salti og pipar.

Sítrónu-timjan soðsósa
6

Svitið gulrót, lauk og sellerí í smá olíu, hvítlauk og sítrónutimjan bætt útí og mýkt. Lárviðarlaufi og rauðvíni bætt útí og rauðvínið soðið niður um helming. Bætið þá lambasoði, Worchestershire sósu og fiskisósu í pottinn og látið sjóða rólega í um hálftíma.

7

Sigtið sósuna og sjóðið niður um ¾ eða þar til sósan hefur þykknað og er byrjuð að glansa. Pískið þá köldu smjöri í, og bætið pilluðu sítrónutimjan við í lokin. Ath sósan má ekki sjóða eftir að smjöri hefur verið bætt út í.

Stökkar kartöfluflögur
8

Skerið kartöflurnar örþunnt á mandólíni og leggið strax í ískalt vatn. Hitið olíu í potti að 140°C, þerrið sneiðarnar á aldhússtykki og djúpsteikið þar til þær verða gullnar og stökkar, leggið á pappír og saltið um leið og þær koma úr pottinum.

Grillaðir kóngasveppir
9

Skerið sveppina til helmings langsum og skerið fínt í þá kriss-kross mynstur. Passið að skera ekki mjög djúpt. Blandið öllum innihaldsefnum saman og marinerið sveppina í amk 4 tíma, gott að setja þá í ziplock poka svo marineringin nái á alla fleti sveppanna. Grillið eða steikið sveppirna þar til verða fallega brúnir á báðum hliðum.

Deila uppskrift