Litríkt salat með lambalundum og hindberjasósu

Okkar frábæra lambakjöt er sannarlega kjörið hráefni í veislumat. Þessi uppskrift er frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í Veislublaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 400 g lambalundir
 2 msk. olía
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 Steikið lundirnar í olíu á pönnu í 1-2 mín. á hvorri hlið. Kryddið
 með salti og pipar og kælið. Skerið lundirnar í sneiðar og berið
 fram með blönduðu salati og hindberjasósu.
 Blandað salat:
 1 poki blandað salat
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. súrsað engifer
 1/4 kantalópumelóna, skorin í strimla
 20 hindber
 Blandið öllu saman.
 Hindberjasósa
 1 bolli hindber
 2 msk. balsamedik
 2 msk. hunang
 salt
 nýmalaður svartur pipar
 1-1 1/2 dl olía

Leiðbeiningar

1

Setjið allt nema olíuna í blandara og maukið vel. Hellið olíunni út í mjórri bunu. Sigtið sósuna í skál.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson Myndir: Gunnar Þór Nilsen

Deila uppskrift