Grillaðar lambalundir með kryddjurtapestói

Lambakjötið er tilvalið á grillið hvort sem það er grillað í sneiðum, heilum vöðvum eða steikum. Þessi uppskrift er frá Úlfari Finnbjörnssyni og birtist í grillblaði Gestgjafans 2007.

Pottur og diskur

Hráefni

 1 kg lambalundir
 
 Kryddjurtapestó:
 1-2 dl ólífuolía
 1 búnt basilíka
 1/2 búnt steinselja
 1/2 búnt tímían
 1/2 búnt mynta
 2 msk. furuhnetur
 2 msk. parmesanostur
 1 msk. sítrónusafi
 1 msk. hunang
 1/2 tsk. pipar
 1 tsk. salt

Leiðbeiningar

1

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel. Veltið kjötinu upp úr 1/3 af kryddjurtapestóinu og geymið við stofuhita í 1 klst. Grillið kjötið á vel heitu grilli í 2-3 mín. á hvorri hlið. Berið kjötið fram með afganginum af pestóinu og t.d. grilluðu grænmeti og kartöflum.

2
Uppskriftin er úr Gestgjafanum. Umsjón: Úlfar Finnbjörnsson

Deila uppskrift